Um verkefnið
Hvað er Ummælagreining?
Ummælagreining er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Miðeindar. Markmið okkar er að búa til gagnasafn sem endurspeglar íslenskt gildismat og menningu, til dæmis á því hvað telst óviðeigandi eða særandi orðræða. Til að ná markmiðinu þurfa þátttakendur að greina ummæli af netinu í yfir 20 mismunandi verkefnum.
Af hverju er þetta mikilvægt?
Með því að taka þátt hjálpar þú okkur að þróa gervigreind sem skilur og virðir íslenska menningu og gildi. Þetta er mikilvægt skref í að varðveita og efla íslenska tungu í stafrænum heimi. Til dæmis gætu fyrirtæki sem þróa gervigreind fyrir íslensku mælt málskilning þeirra í þeim verkefnum sem við söfnum gögnum fyrir í verkefninu. Slíkt gæti verið mikilvægt til að meta hvort gervigreindin hafi nægjanlegan góðan málskilning þegar henni er beitt í mismunandi aðstæðum.
Hvernig virkar þetta?
1. Skráðu þig
Búðu til ókeypis aðgang til að taka þátt í verkefninu.
2. Merktu ummæli
Lestu og merktu ummæli af íslenskum bloggsíðum. Athugaðu að sum ummæli gætu innihaldið dónalegt, óviðeigandi eða gróft orðbragð og því er þetta verkefni ekki við hæfi fyrir börn.
3. Bættu gervigreind
Merkingar þínar hjálpa okkur að þróa betri gervigreindarlíkön og mæla frammistöðu þeirra.
Taktu þátt í dag!
Með því að taka þátt leggur þú þitt af mörkum til að varðveita og efla íslenska tungu í stafrænum heimi. Hver merking skiptir máli og hjálpar okkur að ná markmiðum okkar.
Skráðu þig núnaAlgengar spurningar
Þú ræður hversu miklum tíma þú eyðir í verkefnið. Hver merking tekur aðeins nokkrar sekúndur og þú getur tekið þátt hvenær sem hentar þér.
Hægt er að merkja ummælin í eftirfarandi verkefnum: Lyndisgreining, eitraðar athugasemdir, kurteisi, hatursorðræða, félagslegt samþykki í mismunandi samhengi, tilfinningagreining, kaldhæðni, uppbyggileg orðræða, hvatning, samúð, nettröll, hrútskýringar og alhæfingar um hópa.
Merkingar þínar gegna mikilvægu hlutverki í margþættum tilgangi. Þær verða nýttar til vísindalegra rannsókna, auk þess að vera notaðar til að meta getu gervigreindar í þeim fjölbreyttu verkefnum sem boðið er upp á á vefsíðunni. Ennfremur munu þær nýtast við þjálfun gervigreindarlíkana með það að markmiði að bæta málskilning þeirra. Mikilvægt er að taka fram að persónuvernd þín er tryggð, þar sem hvorki netfang þitt né notendanafn verður tengt við merkingar þínar þegar gögnin verða gerð opinber. Þannig er tryggt að framlag þitt til verkefnisins verður bæði gagnlegt fyrir framþróun gervigreindar og vísindalegar rannsóknir, á sama tíma og nafnleynd þín er virt.