Skilmálar

1. Upplýst samþykki
   Með skráningu og þátttöku í verkefninu sem er nánar lýst í leiðbeiningunum (undir aðalvalmynd síðunnar) samþykkir þú þessa skilmála.

2. Tilgangur verkefnisins
   Þetta verkefni snýr að því að nýta lýðvistun (e. crowd-sourcing) til þess að merkja ummæli við blogg í rannsóknarskyni. Ummælin eru tengd umræðum á netinu og merkingarnar snúa m.a. að tilfinningagreiningu, greiningu á hatursorðræðu og ýmsu öðru (sjá nánar í leiðbeiningum undir aðalvalmynd síðunnar). Gögnin verða nýtt til þess að þjálfa og meta gæði gervigreindarlíkana og afurðir verkefnisins munu m.a. nýtast í félagsmálvísindalegar rannsóknir og sjálfvirkt eftirlit með efni á umræðuhópum.

3. Ábyrgð notenda
   a. Þú samþykkir að veita réttar og nákvæmar upplýsingar við skráningarferlið, þ.m.t. að tryggja að netfang sem tengt er aðganginum sé virkt.
   b. Þú berð ábyrgð á að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir svo upplýsingar um aðgang þinn og lykilorð séu aðeins aðgengilegar þér.
   c. Þú samþykkir að nota merkingarkerfi verkefnisins á ábyrgan hátt og veita heiðarlegar og ígrundaðar merkingar eftir bestu getu.
   d. Þú skilur að þú gætir rekist á móðgandi eða óviðeigandi efni í ummælunum sem þú ert beðin/n/ð um að merkja og þú samþykkir að fylgja leiðbeiningum verkefnisins.

4. Notkun gagna og persónuvernd
   a. Merkingarnar sem þú veitir verða notaðar í rannsóknarskyni tengt/í tengslum við máltækni, gervigreind og greiningu á umræðum á netinu.
   b. Persónuupplýsingar þínar (svo sem netfang, aldur, kyn, menntunarstig og móðurmál) verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim verður ekki deilt með þriðja aðila.
   c. Tölfræðileg samantekt um dreifingu notenda gæti verið birt í fræðigreinum eða deilt með öðrum rannsakendum en útgefnar upplýsingar verða aldrei persónurekjanlegar.

5. Hugverkaréttur
   a. Merkingarnar sem þú veitir verða eign rannsóknarverkefnisins og má nota til frekari greiningar, þjálfunar líkana eða annarra rannsóknarmarkmiða.

6. Frjáls þátttaka
   a. Þátttaka þín í þessu verkefni er frjáls og þú mátt hætta þátttöku hvenær sem er.
   b. Þú hefur rétt á því að óska eftir eyðingu persónuupplýsinga þinna en ópersónurekjanlegar merkingar sem þú hefur skilað inn gætu áfram verið notaðar.

7. Endurgjöf
   a. Þú hefur val um það hvort þú viljir fá endurgjöf á merkingarnar þínar borið saman við spár vélnámslíkana.
   b. Þessi endurgjöf er aðeins í upplýsingaskyni og endurspeglar ekki gæði eða réttmæti merkinganna þinna. Áhersla er lögð á að þú merkir samkvæmt eigin tilfinningu og gildismati.

8. Uppsögn
   Við áskiljum okkur rétt til að loka aðgangi þínum ef þú brýtur þessa skilmála eða sýnir hegðun sem telst skaðleg fyrir heilindi verkefnisins.

9. Breytingar á skilmálum
   Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta þessum skilmálum hvenær sem er. Áframhaldandi notkun kerfisins eftir breytingar telst samþykki á nýjum skilmálum.

10. Fyrirvari
    Verkefnið inniheldur ummæli sem gætu reynst særandi eða móðgandi fyrir tiltekna einstaklinga eða hópa. Ummælin endurspegla á engan hátt skoðanir rannsakenda heldur eru þær til þess ætlaðar að geta greint slíkt efni með sjálfvirkum aðferðum. Rannsakendurnir bera ekki ábyrgð á tilfinningalegum skaða sem kann að stafa af því að lesa móðgandi efni í ummælunum sem verið er að merkja.

11. Samband
    Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi verkefnið eða þessa skilmála, vinsamlegast hafðu samband við Hafsteinn Einarsson (hafsteinne@hi.is) eða Steinunni Rut Friðriksdóttur á (srf2@hi.is).

Með því að samþykkja þessa skilmála staðfestir þú að þú hafir lesið og skilið þessa skilmála.